Enski boltinn

Tekur pressuna af Tottenham fyrir kvöldið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Redknapp í golfi með Íranum Padraig Harrington.
Redknapp í golfi með Íranum Padraig Harrington. GettyImages
Harry Redknapp reynir nú að taka pressuna af félagi sínu fyrir stórleikinn gegn Young Boys frá Sviss í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Um fyrri leik liðanna er að ræða.

"Hvað eigum við að gera ef við komumst ekki áfram? Fremja sjálfsvíg? Við gerum bara okkar besta," segir Redknapp um einvígið aðspurður hvort það yrði áfall að komast ekki í riðlakeppnina.

Tottenham er að keppa í Meistaradeildinni í fyrsta skipti í sögunni en Redknapp segir að væntingarnar séu þegar orðnar gríðarlegar.

"Enginn bjóst við að við kæmumst alla leið hingað. Allt í einu vorum við komnir úr þeirri stöðu sem við vorum í og alla leið í Meistaradeildina."

"Væntingar fólks eru mjög miklar en við erum ekki að hugsa um að komast ekki áfram. Þetta verður erfiður leikur en við erum með gott lið sem ég hef mikla trú á," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×