Enski boltinn

Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus.

Roberto Mancini tók við af Mark Hughes í desember og það eru flestir á því að hann verði rekinn takist honum ekki að koma Manchester City liðinu í Meistaradeildina. Hans útspil gæti því verið að ákveða að fara sjálfur frá City verði liðið undir í baráttunni um fjórða sætið við Tottenham og Liverpool.

„Ég er tilbúinn að koma til baka ef mér býðst sá möguleiki. Hversu nálægt ég er því að koma heim til Ítalíu er ekki ljóst því fótboltinn er skrítinn," sagði Roberto Mancini í viðtali við La Nazione.

„Það var líklega rétt hjá mér að reyna breikka aðeins sjóndeildarhringinn minn en ég mun samt koma til baka fyrr eða síðar," sagði Mancini en auk þess að vera orðaður við Juventus þá gæti svo farið að hans gamla starf hjá Internazionale losnaði ef að Jose Mourinho snýr aftur í ensku deildina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×