Erlent

Sveik út milljarða til að njóta virðingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stein Bagger var beygður í viðtalinu á DR í kvöld. Mynd/ AFP.
Stein Bagger var beygður í viðtalinu á DR í kvöld. Mynd/ AFP.
Danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger segir að hann hafi auðveldlega getað stungið til hliðar 10 milljörðum íslenskra króna. Tilgangurinn með því að svíkja út peninga hafi hins vegar ekki verið sá að geyma peninga í skálkaskjólum heldur að njóta virðingar. Hann eigi því enga peninga í felum.

Stein Bagger lifði hinu sannkallaða lúxuslífi þangað til spilaborg hans hrundi og í ljós kom að hann var einn mesti fjárglæframaður Danmerkur. Hann var á síðasta ári dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið sér jafnvirði nærri tuttugu milljarða íslenskra króna þegar hann var stjórnandi upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory.

„Síðan ég var barn hefur mér alltaf verið strítt af því að hafa viljað njóta virðingar. Ég hef aldrei talið sjálfan mig vera nógu góðan eða velkominn. Þessi tilfinning hefur fylgt mér alla tíð," sagði Bagger í dramatísku viðtali við danska ríkisútvarpið sem sýnt var í kvöld. Viðtalið var það fyrsta við hann eftir að hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir svikin.

Hann segir að það hafi því verið minnimáttarkenndin og þörfin fyrir virðingu sem hafi leitt hann út í fjárdrátt í starfi hans hjá IT Factory.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×