Kannabisrest í dós á klóinu 16. febrúar 2010 06:00 Tækniháskólinn Leit lögreglu að fíkniefnum í Tækniskólanum síðastliðinn fimmtudag vakti mikla athygli. Hún fór fram að beiðni skólayfirvalda. Fremur fátítt er að beðið sé um slíka leit. Fréttablaðið/Pjetur Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira