Enski boltinn

Vill að Torres og Gerrard setji fram afarkosti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Torres og Gerrard saman á góðri stundu.
Torres og Gerrard saman á góðri stundu.

Phil Thompson, fyrrum stjóri Liverpool, vill að þeir Fernando Torres og Steven Gerrard setji eigendum félagsins afarkosti - annaðhvort verði lagðir fram peningar til leikmannakaupa eða þeir hóti að yfirgefa liðið.

Tom Hicks og George Gillette, hinir bandarísku eigendur Liverpool, eru ekki mjög vinsælir meðal stuðningsmanna.

„Torres og Gerrard eru klárlega í þeirri stöðu að geta farið fram á þetta. Þeir verða að leggja fram afarkosti. Þeir þurfa að gefa það skýrt í ljós að ef það eigi ekki að styrkja liðið vilji þeir ekki vera áfram," sagði Thompson.

„Fernando Torres hefur sagt að hann vilji ekki vera að berjast um fjórða sætið ár eftir ár og það er skiljanlegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×