Enski boltinn

Zamora meiddist á öxl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobby Zamora gengur af velli í gær.
Bobby Zamora gengur af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images

Bobby Zamora, leikmaður Fulham, meiddist nokkuð illa á öxl í leik liðsins gegn Stoke í gær og er útlit fyrir að hann verði frá í einhvern tíma vegna þessa.

Zamora er markahæsti leikmaður Fulham á leiktíðinni en hann hefur skorað ellefu mörk.

„Ég veit ekki hvort að þetta er viðbeinið eða öxlin en þetta eru allavega slæm meiðsli. Þetta eru mikil vonbrigði þar sem hann hefur verið að spila mjög vel," sagði Roy Hodgson, stjóri Fulham, eftir leikinn.

Stoke vann leikinn í gær, 3-2. „Þetta hefur verið dýr dagur fyrir okkur. Við þurftum að taka Brede Hangeland af velli í hálfleik þar sem meiðsli í hné tóku sig upp og við misstum svo Zamora út af snemma í síðari hálfleik."

„Við höfum verið mjög óheppnir. John Pantsil sleit krossbönd í hné í síðasta deildarleik og óhætt að segja að mikil ólukka hafi fylgt okkur í meiðslum leikmanna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×