Enski boltinn

Tímabilinu lokið hjá Ívari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson.

Varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson leikur ekki meira með Reading á tímabilinu en hann mun gangast undir uppskurð um helgina.

Ívar er fyrirliði Reading en hann meiddist í 1-1 jafnteflisleik gegn Middlesbrough um helgina.

Ívar sagðist í samtali við staðarblaðið í Reading hafa hitt sérfræðing í gær og niðurstaðan var sú að hann þarf að fara í aðgerð. Það ætti að taka hann fjóra mánuði að jafna sig eftir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×