Erlent

Vill að Úkraína gangi í NATO

Biden og Timosjenkó Varaforseti Bandaríkjanna ásamt Júlíu Timosjenkó, forsætisráðherra Tékklands.fréttablaðið/AP
Biden og Timosjenkó Varaforseti Bandaríkjanna ásamt Júlíu Timosjenkó, forsætisráðherra Tékklands.fréttablaðið/AP
Joe Biden, vara­forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjastjórn myndi fagna því ef Úkraína sækti um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Jafnframt tók hann það fram, í heimsókn sinni í Úkraínu í gær, að Úkraínustjórn hefði fullt frelsi til að velja sér bandamenn að vild.

Þessar yfirlýsingar þykja augljós skot á rússnesk stjórnvöld, sem hafa lýst andstöðu við að Úkraína halli sér meira að Vestur­löndum en Rússlandi.

Skoðanakannanir sýna að meirihluti Úkraínumanna er andvígur aðild að NATO.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×