Enski boltinn

Bridge á leið í viðræður við Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Bridge í leik með Chelsea.
Wayne Bridge í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Bridge hefur fengið grænt ljós á að hefja viðræður um kaup og kjör við Manchester City. Chelsea segir að það muni ekki selja Bridge nema fyrir mjög hátt verð.

„Chelsea mun hlusta á tilboð en það þarf að vera mjög hátt," sagði Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea.

Bridge hefur yfirleitt lítið fengið að spila síðan að Ashley Cole kom til Chelsea og er City sagt reiðubúið að greiða allt að tólf milljónir punda fyrir hann. Bridge kom til Chelsea frá Southampton fyrir sjö milljónir árið 2003 en hann er 28 ára gamall.

Bridge skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea í júlí síðastliðnum en síðan að Scolari tók við liðinu hefur Bridge færst enn aftar í goggunarröðuna þar sem Juliano Belletti er frekar notaður sem varaskeifa fyrir Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×