Innlent

Eldur í mannlausu húsi í miðborginni

Slökkvibíll. Mynd úr safni.
Slökkvibíll. Mynd úr safni.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds rétt fyrir sex í kvöld. Um var að ræða mannlaust hús á Hverfisgötunni.

Samkvæmt varðstjóra voru þeir enga stund að slökkva eldinn og voru á leiðinni til baka upp á slökkvistöð tæplega hálftíma síðar.

Spurður hvort þarna hafi verið um íkveikju að ræða sagðist varðstjóri ekki geta sagt til um það. Honum þótti það hinsvegar líklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×