Innlent

Braut rúðu og streittist á móti handtöku

Maður fékk að gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa brotið rúðu á skemmtistað. Maðurinn hafði hrint örðum manni með miklum krafti á útidyrahurð og brotnaði rúðan í kjölfarið.

Kallað var á lögreglu sem mætti á vettvang stuttu síðar. Þegar þeir ætluðu að færa manninn í fangageymslur brást hann hinn versti við og veitti mótþróa.

Lögreglunni tókst að yfirbuga manninn og færði í fangageymslur þar sem hann sefur úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×