Innlent

Bíll fór í Kópavogshöfn - ökumaðurinn heill á húfi

Karlmaður bjargaðist þegar bíll fór í sjóinn við smábátahöfnina í Kópavogi um tvöleytið. Að sögn sjúkraflutningamanna er maðurinn ekki í hættu en nokkuð kaldur. Nú er búið að koma bílnum úr höfninni en slysið varð með þeim hætti að maðurinn var að sjósetja bát sem var á kerru bílsins. Eitthvað olli því að bíllinn dróst með bátnum út í höfnina.

Þá var slökkviliðið kallað að Ægissíðu rétt eftir tvö þar sem var mikill reykur í íbúð. Síðar kom í ljós að um minniháttar atvik var að ræða en eitthvað hafði brunnið á eldavélarhellu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×