Enski boltinn

Hvað verður um Shevchenko?

Hinn 32 ára gamli Shevchenko hefur átt erfitt uppdráttar síðustu þrjú ár
Hinn 32 ára gamli Shevchenko hefur átt erfitt uppdráttar síðustu þrjú ár Nordic Photos/Getty Images

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea sé nú í Lundúnum þar sem hann sé í viðræðum við forráðamenn félagsins um framtíð sína.

Sheva hefur leikið með Milan í vetur á lánssamningi frá Chelsea en hann hefur ekki skorað eitt einasta mark í deildinni í 17 leikjum.

Úkraínumaðurinn var keyptur til Chelsea frá Milan fyrir 30 milljónir punda árið 2006 og verða það að teljast einhver lélegustu kaup knattspyrnusögunnar.

Því hefur verið haldið fram að Shevchenko reyni að fá sig lausan frá Chelsea og ljóst er að áhugi Milan á að halda honum áfram er ekki mikill eftir daufan vetur hjá kappanum.

Ítalskir miðlar gera því skóna að Shevchenko gæti jafnvel haldið aftur heim til Dynamo í Kænugarði þar sem hann sló fyrst í gegn sem markaskorari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×