Íslenski boltinn

Gunnar: Ekki sáttur við eitt stig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Oddsson.
Gunnar Oddsson.

Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, hefði viljað fá meira en eitt stig út úr leiknum gegn Fjölni í dag.

„Ég er ekki sáttur við að fá bara eitt stig í þessum leik, ég hefði viljað fá þau öll. Við mættum mjög vel til leiks og hefðum getað sett fleiri mörk á þá í byrjun. Þegar við vorum komnir 1-0 yfir fórum við í spilamennsku sem passar okkur ekkert vel. Við þurfum að halda áfram að vera þéttir og spila fram á við," sagði Gunnar.

Þróttur fékk tvö rauð spjöld í leiknum. Það fyrra fékk Hjörtur Hjartarson eftir að hafa verið farinn af velli en aðstoðardómarinn var ekki sáttur við ummæli Hjartar af varamannabekknum.

„Dómararnir eru mjög á tánum í þeim leikjum sem við erum að spila. Menn voru að fá spjöld fyrir litlar sakir. Það voru ansi ódýr rauðu spjöldin sem við fengum í dag. Annað fær leikmaður sem er kominn af velli og hitt kemur þegar við erum sjálfir í blússandi sókn," sagði Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×