Glaðari gaflar út um alla borg 25. júní 2009 03:15 Glaðari gaflar er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og á að efla götulist. Mynd/sara Riel,theresa himmer Reykjavíkurborg stendur nú fyrir hugmyndasamkeppni þar sem einstaklingum gefst kostur á að senda inn hugmyndir að veggverki á húsgafl. Verkefnið kallast Glaðari gaflar og geta áhugasamir skilað inn hugmyndum að útfærslu á húsgafli sem má vera staðsettur hvar sem er innan borgarmarkanna. Dómnefnd, skipuð listamönnum á borð við Söru Riel, Theresu Himmer og Andra Snæ Magnason, mun svo velja þrjár bestu tillögurnar. Vinningshafarnir munu hljóta 300.000 krónur í styrk hver, sem varið skal til framkvæmda á verkinu. „Þetta er óneitanlega jákvætt skref að frekari samvinnu milli listamanna og borgaryfirvalda. Sú stefna sem ríkti hér áður var eiginlega bara yfirgangur af hálfu borgarinnar," segir Sara Riel og vísar hér til fyrri stefnu borgarinnar þar sem uppræta átti götulist. Listakonan og arkitektinn Theresa Himmer segir að það sé ánægjulegt að borgin ætli að taka þetta listform alvarlega og hlakkar mikið til að skoða allar þær hugmyndir sem munu berast. „Það sem er svo áhugavert við þetta listform er að verkið tengist beint daglegu umhverfi borgarbúa. Fólk fær tækifæri til að upplifa verkin á annan hátt en inni í sýningarrými, það getur skoðað verkið í mismunandi birtu, veðri og árstíma og það breytir sýn áhorfandans á verkið og borgina," segir Theresa. Þátttakendur verða sjálfir að finna hentuga húsgafla og útvega leyfi hjá húseigendum. Hugmyndaleitin stendur frá 25. júní til 10. ágúst. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar á facebook-síðu verkefnisins. - sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur nú fyrir hugmyndasamkeppni þar sem einstaklingum gefst kostur á að senda inn hugmyndir að veggverki á húsgafl. Verkefnið kallast Glaðari gaflar og geta áhugasamir skilað inn hugmyndum að útfærslu á húsgafli sem má vera staðsettur hvar sem er innan borgarmarkanna. Dómnefnd, skipuð listamönnum á borð við Söru Riel, Theresu Himmer og Andra Snæ Magnason, mun svo velja þrjár bestu tillögurnar. Vinningshafarnir munu hljóta 300.000 krónur í styrk hver, sem varið skal til framkvæmda á verkinu. „Þetta er óneitanlega jákvætt skref að frekari samvinnu milli listamanna og borgaryfirvalda. Sú stefna sem ríkti hér áður var eiginlega bara yfirgangur af hálfu borgarinnar," segir Sara Riel og vísar hér til fyrri stefnu borgarinnar þar sem uppræta átti götulist. Listakonan og arkitektinn Theresa Himmer segir að það sé ánægjulegt að borgin ætli að taka þetta listform alvarlega og hlakkar mikið til að skoða allar þær hugmyndir sem munu berast. „Það sem er svo áhugavert við þetta listform er að verkið tengist beint daglegu umhverfi borgarbúa. Fólk fær tækifæri til að upplifa verkin á annan hátt en inni í sýningarrými, það getur skoðað verkið í mismunandi birtu, veðri og árstíma og það breytir sýn áhorfandans á verkið og borgina," segir Theresa. Þátttakendur verða sjálfir að finna hentuga húsgafla og útvega leyfi hjá húseigendum. Hugmyndaleitin stendur frá 25. júní til 10. ágúst. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar á facebook-síðu verkefnisins. - sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira