Innlent

Steingrímur J. viðurkennir óheppilegt orðalag í Icesave málinu

Steingrímur J. Sigfússon segir engin áform um einkavæðingu bankanna. „Og alls ekki með sama hætti og árið 2002. Sú hörmungarsaga verður ekki endurtekin." Þetta sagði Steingrímur í svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna á opnum fundi í fjárlaganefnd nú rétt í þessu. Steingrímur vék einnig að Icesave málinu og viðurkenndi óheppilegt orðalag þegar hann sagði von á glæsilegri niðurstöðu í málinu.

Í viðtali við mbl.is á dögunum sagði Steingrímur að von væri á „glæsilegri“ niðurstöðu í samningum um Icesave reikningana. Þegar hann var spurður út í þetta á fundinum viðurkenndi hann að um „óheppilegt orðalag“ hafi verið að ræða. Engin glæsileg niðurstaða væri í augsýn, réttara væri að tala um að von væri á „bærilegri niðurstöðu.“

Steingrímur sagði ennfremur að ekkert væri ákveðið um sölu bankanna, enda væru efnahagsreikningar þeirra ekki tilbúnir enn. Hann bætti því við að engum dyrum hefði verið lokað um að kröfuhafar eigi eftir að eignast hluti í bönkunum.

Hægt er að fylgjast með fundinum á vef Alþingis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×