Enski boltinn

Drogba ætlar að berjast fyrir sínu sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba í leik með Chelsea.
Didier Drogba í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Didier Drogba er harðákveðinn í að vera áfram í herbúðum Chelsea og berjast fyrir sínu sæti í byrjunarliðinu þar.

Drogba hefur ekki verið valinn í leikmannahóp Chelsea í síðustu tveimur leikjum og hefur í kjölfarið verið sagður á leið frá félaginu nú strax í janúar.

Enskir fjölmiðlar hafa til að mynda velt því fyrir sér hvort kæmi til greina að nota Drogba til að lokka Robinho frá Manchester City.

„Ég vil komst sem fyrst í mitt besta form og vinna mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Drogba í samtali við enska fjölmiðla. „Ég hef líka verið lengi frá vegna meiðsla og þetta hefur verið erfitt fyrir mig. En mér finnst að ég sé núna aftur í toppformi. Ég veit vel hvað ég get gert."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×