Innlent

Flóttaleið í Icesavesamningum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifaði undir samnignana um helgina. Hér ræðir hann um málið á Alþingi í vikunni.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifaði undir samnignana um helgina. Hér ræðir hann um málið á Alþingi í vikunni. MYND/Vilhelm

Í Icesavesamningunum umdeildu sem undirritaðir voru um helgina er ákvæði sem segir að ef staða okkar sé svo slæm þegar við eigum að byrja að borga að við stöndum ekki undir skuldum, sé hægt að taka samningana til endurskoðunar.Þetta herma heimildir frétastofu.

Líkt og fram hefur komið í máli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar munum við byrja að borga af lánunum eftir sjö ár.

Samkvæmt sömu heimildum væri það einhver aðili sem hefur komið að því að meta skuldastöðu Íslands, til dæmis Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem þyrfti að að meta stöðuna sem svo að við gætum ekki borgað. Þá segir ákvæðið að hægt sé að taka samninginn upp aftur og endursemja um lánakjör.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hinsvegar metið stöðuna sem svo að Ísland eigi að geta staðið undir umræddum skuldbindingum. Í þeirra áætlunum segir að hér eigi að vera kominn stöðugleiki og ríkissjóður verði hallalaus eftir þrjú ár.

Umrædd lán eru annarsvegar hjá Bretum upp á 2,2 milljónir punda og 1,2 milljónir Evra hjá Hollendingum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.