Erlent

Mikill liðsauki til Afganistans

Óli Tynes skrifar

Það eru nú um 68 þúsund erlendir hermenn í Afganistan og af þeim eru þrjátíu þúsund frá Bandaríkjunum. Ástandið hefur farið versnandi þar sem talibanar virðast stöðugt eflast þrátt fyrir látlausa sókn gegn þeim.

Stuðningur við stríðið í Afganista fer minnkandi í Bandaríkjunum. Yfir níuhundruð bandarískir hermenn hafa fallið í landinu síðan hernaður þar hófst. Október mánuður var einn sá blóðugasti frá upphafi, en þá féllu 75 bandarískir hermenn. Skoðanakönnun sem gerð var fyrir Washington Post og ABC sjónvarpsstöðina bendir til þess að fjörutíu og sex prósent styðji fjölgun hermanna í Afganistan en fjörutíu og fimm prósent vilji fækka þeim.

Stuðningur og andstaða við fjölgun hermanna er svipuð í Bretlandi en Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnt í gær að 500 hermenn til viðbótar yrðu sendir til Afganistans. Bretar munu þá hafa um tíu þúsund hermenn í landinu.

Búist er við að aðrir Bandamenn í NATO sendi einnig liðsauka, alls um 5000 manns.

Ef Afganistan væri hefðbundinn vígvöllur væri löngu búið að brjóta talibana á bak aftur. Þetta er hinsvegar ekki hefðubundið stríð heldur skæruhernaður við mjög erfiðar aðstæður.

Afganistan er bæði stórt land og mjög fjöllótt. Og talibanar eru á heimaslóðum í fjöllunum. Þaðan fara þeir í litlum hópum til þess að drepa mann og annan, oftar en ekki sína eigin landsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×