Enski boltinn

O'Neil vill fara frá Boro

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary O'Neil fagnar marki í leik með Middlesbrough.
Gary O'Neil fagnar marki í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Gary O'Neil hefur óskað eftir því að verða seldur frá Middlesbrough eftir því sem heimildir Sky Sports herma.

O'Neil er uppalinn hjá Portsmouth en var keyptur til Boro fyrir fimm milljónir punda fyrir ári síðan. Nú vill hann fara aftur til síns gamla félags.

Því er haldið fram að Portsmouth hafi þegar lagt fram tilboð í O'Neil en að þeim hafi verið hafnað.

Hins vegar hefur Gareth Southgate sagt að hann vilji ekki halda leikmönnum sem ekki vilja vera sjálfir. Hann leyfði Luke Young að fara til Aston Villa í sumar af þeirri ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×