Enski boltinn

Chelsea samþykkti tilboð City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Bridge í leik með Chelsea.
Wayne Bridge í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea og Manchester City hafa komist að samkomulagi um kaupverð á bakverðinum Wayne Bridge sem hefur verið hjá Chelsea síðan 2003.

Í gær var Bridge gefið leyfi til að ræða við City um kaup og kjör og í gærkvöldi greindi Mark Hughes, knattspyrnustjóri City, frá því að félögin væru búin að ná saman um kaupverð.

Það virðist því fátt ætla að koma í veg fyrir að Bridge fari til City en hann hefur lítið fengið að spila með Chelsea að undanförnu.

Hughes var vongóður um að gengið yrði frá samningum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×