Enski boltinn

Kinnear vill Ferguson og Bougherra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, stjóri Newcastle.
Joe Kinnear, stjóri Newcastle.
Joe Kinnear hefur áhuga á að fá þá Barry Ferguson og Madjid Bougherra til Newcastle frá Rangers.

Ferguson hefur áður leikið með Blackburn í ensku úrvalsdeildinni og Bougherra lék með Charlton á sínum tíma.

„Ég hef spurst fyrir um Ferguson en við verðum að bíða og sjá hvað kemur úr því,“ sagði Kinnear. „En við erum ekki einir um áhuga okkar og því gæti þetta verið erfitt. Okkar tilboð hafa ekki verið samþykkt.“

Kinnear sagði enn fremur að það myndi liðka til ef hann gæti selt einhverja leikmenn sjálfur en að félagið hafi enn sem komið er engin tilboð fengið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×