Enski boltinn

Robinho væri fínn í sirkus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þjóðverjinn Franz Benckenbauer er ekki beint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann hefur viðrað þær aðeins fyrir HM-dráttinn í Suður-Afríku.

Beckenbauer segir meðal annars að Englendingar hafi staðið sig betur en Brasilíu í undankeppni HM.

„Englendingar stóðu sig frábærlega. Mér fannst Brassarnir ekki eins góðir. Þeir eiga einn framherja í Luis Fabiano og svo er Kaká þar fyrir aftan. Svo er það Robinho. Hann er fínn í sirkus en er enginn liðsmaður," sagði Beckenbauer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×