Þorgrímur Þráinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals út næstu leiktíð. Þetta staðfesti Þorgrímur í samtali við netsíðuna fotbolti.net í dag.
Þorgrímur er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu enda gamall Valsari, en hann kom að þjálfun 2. flokks félagsins á síðustu leiktíð.
Þorgrímur lagði skóna á hilluna árið 1990, en mun í sumar starfa við hlið Willums Þórs Þórssonar á hliðarlínunni hjá Val.