Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 14. mars

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninganna sem boðaðar eru 25. apríl 2009 hefst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 14. mars næstkomandi og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 - 15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00 - 14:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumanninum í Reykjavík.

Frá og með 1. apríl næstkomandi fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 -22:00 en lokað á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×