Innlent

Ræða börnin brottfluttu

Grænland Ljúka skal máli 22 grænlenskra barna, sem voru flutt nauðungarflutningum til Danmerkur á sjötta áratugnum, á virðulegan hátt.

Þetta segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Kuupik Kleist. Hann ætlar að ræða um flutningana við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í næstu viku.

Málið sé „byrði í bakpoka sögunnar" og lausnin kunni að felast í afsökunarbeiðni danskra stjórnvalda. Flutningarnir voru á sínum tíma tilraun Dana til að hreinsa börnin af grænlensku þjóðerni. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×