Innlent

Fólk í greiðsluaðlögun ekki á vanskilaskrá

Fyrirtækið Creditinfo hefur breytt skráningarferli sínu á þann veg að innköllun vegna nauðasamninga til greiðsluaðlögunar verður ekki lengur skráð á vanskilaskrá.

„Upplýsingar á innköllunum vegna greiðsluaðlögunar verða ekki skráðar á vanskilaskrá Creditinfo enda flokkast slík mál undir að vera upplýsingar um „opinberar gjörðir"," segir framkvæmdastjórinn Rakel Sveinsdóttir í tilkynningu. Tilteknar upplýsingar munu hér eftir birtast undir kaflanum

„Sérstök úrræði" í skráningarkerfi Creditinfo. Tilgangur slíkra innkallana, sem birtar eru í Lögbirtingarblaðinu í formi auglýsingar, er að upplýsa kröfuhafa um að senda beri inn kröfulýsingar innan tiltekins frests. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×