Flúðu húsið vegna GSM-sendibúnaðar 15. september 2009 06:00 Sendir Vodafone stendur á neysluvatnstanki Hitaveitu Egilsstaða og Fellabæjar og er nú í síðbúinni grenndarkynningu. Frestur íbúa til að skila inn athugasemdum rennur út 23. september.Mynd/Fjóla Malen Sigurðardóttir Hjón á Egilsstöðum „krossleggja fingur“ sína og vona að ekki verði leyft að gangsetja að nýju GSM-sendi Vodafone ofan á tanki skammt frá heimili þeirra. Á meðan kveikt var á sendinum fundu þau fyrir miklum óþægindum og fluttu að lokum út úr húsinu. „Þetta var áreiti í miðeyra og á húð, sem endaði í höfuðverk og þegar mest var fann maður fyrir ógleði líka,“ segir Fjóla Malen Sigurðardóttir, íbúi á Egilsseli 17. „Við vorum tvær fjölskyldur sem ætluðum að búa þarna í sumar en við gáfumst upp á því. Ég fann fyrir þessu fyrst og virtist vera næmust fyrir þessu, en síðan fundu þetta allir, bæði gestir og aðrir,“ segir hún. Sumarið 2008 sáu íbúar í Egilsseli að verið var að setja upp mastur ofan á tank Hitaveitu Egilsstaða og Fellabæjar á hæð fyrir ofan götuna. Fjarskiptabúnaður er leyfisskyldur og var ekki gert ráð fyrir slíkum búnaði í deiliskipulagi hverfisins. Íbúarnir kvörtuðu og fengu þau svör frá bænum að Geislavarnir ríkisins og Vodafone teldu geislun rafsegulsviðs sendisins vera vel undir íslenskum viðmiðum. Upp úr áramótum fór Fjóla að finna fyrir óþægindunum. Í apríl ræddu hjónin við byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, sem taldi óþægindin ekki geta stafað af loftnetinu. Í maí leituðu þau til Heilbrigðiseftirlits, sem vísaði á Geislavarnirnar. Í lok maí báðu hjónin fyrirtækið Hélog, sem mælir rafgæði og -truflanir, að kanna málið. Íbúðarhúsið stóðst allar mælingar, en margt þótti ábótavant við frágang sendisins. Í júní var byggingarleyfi sendisins fellt niður og hefur verið slökkt á honum á meðan hann er grenndarkynntur. Fjóla hefur ekki fundið fyrir óþægindum síðan. „Það er skrýtið að þetta sendir út frá sér svona miklar bylgjur og það virðist engin eftirlitsskylda vera til staðar, þótt þeir séu að úða mengun út í andrúmsloftið. Hins vegar má ekki keyra bíl úti á götu án þess að hann sé fyrst mengunarmældur,“ segir Fjóla. Ekki náðist í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. klemens@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Hjón á Egilsstöðum „krossleggja fingur“ sína og vona að ekki verði leyft að gangsetja að nýju GSM-sendi Vodafone ofan á tanki skammt frá heimili þeirra. Á meðan kveikt var á sendinum fundu þau fyrir miklum óþægindum og fluttu að lokum út úr húsinu. „Þetta var áreiti í miðeyra og á húð, sem endaði í höfuðverk og þegar mest var fann maður fyrir ógleði líka,“ segir Fjóla Malen Sigurðardóttir, íbúi á Egilsseli 17. „Við vorum tvær fjölskyldur sem ætluðum að búa þarna í sumar en við gáfumst upp á því. Ég fann fyrir þessu fyrst og virtist vera næmust fyrir þessu, en síðan fundu þetta allir, bæði gestir og aðrir,“ segir hún. Sumarið 2008 sáu íbúar í Egilsseli að verið var að setja upp mastur ofan á tank Hitaveitu Egilsstaða og Fellabæjar á hæð fyrir ofan götuna. Fjarskiptabúnaður er leyfisskyldur og var ekki gert ráð fyrir slíkum búnaði í deiliskipulagi hverfisins. Íbúarnir kvörtuðu og fengu þau svör frá bænum að Geislavarnir ríkisins og Vodafone teldu geislun rafsegulsviðs sendisins vera vel undir íslenskum viðmiðum. Upp úr áramótum fór Fjóla að finna fyrir óþægindunum. Í apríl ræddu hjónin við byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, sem taldi óþægindin ekki geta stafað af loftnetinu. Í maí leituðu þau til Heilbrigðiseftirlits, sem vísaði á Geislavarnirnar. Í lok maí báðu hjónin fyrirtækið Hélog, sem mælir rafgæði og -truflanir, að kanna málið. Íbúðarhúsið stóðst allar mælingar, en margt þótti ábótavant við frágang sendisins. Í júní var byggingarleyfi sendisins fellt niður og hefur verið slökkt á honum á meðan hann er grenndarkynntur. Fjóla hefur ekki fundið fyrir óþægindum síðan. „Það er skrýtið að þetta sendir út frá sér svona miklar bylgjur og það virðist engin eftirlitsskylda vera til staðar, þótt þeir séu að úða mengun út í andrúmsloftið. Hins vegar má ekki keyra bíl úti á götu án þess að hann sé fyrst mengunarmældur,“ segir Fjóla. Ekki náðist í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira