Innlent

Stofnun grunnskóla Óla Stef samþykkt

Ólafur Stefánsson handboltamaður er einn af aðstandendum skólans.
Ólafur Stefánsson handboltamaður er einn af aðstandendum skólans.

Á borgarstjórnarfundi í dag var endanlega samþykkt umsókn Menntaskólans ehf. um stofnun nýs einkarekins grunnskóla, í andstöðu við minnihlutann.

Skólinn hefur nokkuð verið í umræðunni upp á síðkastið en aðstandendur hans eru Edda Huld Sigurðardóttir fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur, Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Ólafur Stefánsson handboltamaður.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni vegna málsins segir meðal annars að hún telji ótímabært að samþykkja stofnun nýs einkarekins skólagjaldaskóla þegar fjárhagslegt umhverfi grunnskólanna næsta árið sé ótryggt, þótt þegar sé ljóst að verulega verði að þeim þrengt.

„Nú sem aldrei fyrr er brýnt að verja skólastarf í grunnskólum borgarinnar og varla verjandi að setja aukið fé í nýjan skóla þegar fólksfækkun er staðreynd í Reykjavík. Ekki verður hægt að una því mikið lengur að skólar séu stofnaðir í fjölmiðlum og að skilaboð frá meirihluta borgarstjórnar séu á þá leið að skemmri tíma taki að stofna grunnskóla í Reykjavík - en að opna bar," segir í tilkynningunni.

Þá segir að ákvörðun meirihlutans hafi vakið töluverða reiði í skólasamfélaginu og sé sameiginleg bókun kennara og skólastjóra í menntaráði frá 26. ágúst því til vitnis:

„Almennir grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna innihaldsríkt og skapandi starf með nemendum sínum og eru fullfærir um að sinna skólagöngu allra barna í borginni - án sérstakrar gjaldtöku."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×