Lífið

Rúnar Freyr og Hilmir í Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið styrkir leikhóp sinn til muna og eru Hilmir Snær og Rúnar Freyr meðal þeirra sem hafa fastráðið sig við húsið.
Borgarleikhúsið styrkir leikhóp sinn til muna og eru Hilmir Snær og Rúnar Freyr meðal þeirra sem hafa fastráðið sig við húsið.

„Við erum að styrkja hópinn. Hér er sterkur hópur leikara fyrir og það er að bætast í hann," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.

Þau tíðindi berast nú úr Borgarleikhúsinu að einn vinsælasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason, hafi fastráðið sig við Borgarleikhúsið. Hann hefur ekki verið á föstum samningi við leikhús í fjögur ár en hann sagði samningi sínum við Þjóðleikhúsið lausum við síðustu leikhússtjóraskipti. Magnús Geir er að sópa til sín öflugum leikurum. Þannig er Rúnar Freyr Gíslason einnig að ganga til liðs við Borgarleikhúsið - en hann leikur nú í Kardimommubæ Þjóðleikhússins. Áður höfðu Þröstur Leó, Jóhann Sigurðarson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristín Þóra og Hallgrímur Ólafsson gengið til liðs við Magnús og hans fólk.

„Hilmir er klárlega einn vinsælasti leikari undanfarinna ára og hér bíður hans fjöldi spennandi verkefna. Hann mun verða áberandi á fjölunum en Hilmir mun einnig leikstýra. Hann tekst fyrst á við gríðarlega flott og margverðlaunað verk, August, eftir Tracy Letts, sem hefur sópað til sín verðlaunum á borð við Tony- og Pulitzer-verðlaunin. Þetta leikrit hefur verið heitasta verkið á Broadway að undanförnu og fer nú sem eldur um sinu um heiminn."

Stór hópur leikara fer með hlutverk í sýningunni en það er svo sjálfur KK sem semur tónlistina en hann hefur ekki verið á stóra sviði Borgarleikhússins síðan hann sló rækilega í gegn í Þrúgum reiðinnar. Magnús Geir segir að frumsýning verði í október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.