Enski boltinn

Abou Diaby hjá Arsenal: Ég þarf að vera grimmari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abou Diaby skorar á móti Hull um síðustu helgi.
Abou Diaby skorar á móti Hull um síðustu helgi. Mynd/AFP

Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, hefur staðið sig vel á tímabilinu og margir sjá glytta í Patrick Vieira takta þegar hann er upp á sitt besta. Diaby segir að Arsenal-liðið þurfi að herða sig upp ætli það sér að fara að vinna titla á nýjan leik.

„Ég þarf að bæta mig í því að vera grimmari í mínum leik. Ég þarf að meira áberandi á miðjunni sem myndi koma bæði mér og liðinu mínu vel," segir Abou Diaby og viðurkennir að allt Arsenal-liðið þurfi að þola betur líkamleg átök inn á vellinum.

„Ég hef gaman af baráttu inn á vellinum og við þurfum allir að vera tilbúnir í baráttuleikina sem eru framundan. Þú getur ekki orðið meistari nema að vinna baráttuleikina líka. Við þurfum líka að sýna styrk okkar við slíkar aðstæður," segir þessi 23 ára Frakki sem kom il Arsenal frá Auxerre árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×