Erlent

Lækkun stýrivaxta engin töfralausn segja fræðingar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Seðlabanki Englands.
Seðlabanki Englands. MYND/Daniel/Telegraph

Lækkaðir stýrivextir seðlabanka gera almenningi takmarkað gagn þar sem vaxtalækkunin skilar sér ekki alltaf gegnum viðskiptabankana til lántakenda auk þess sem sparifjáreigendur horfa á sparnaðinn rýrna við vaxtalækkunina.

Þetta segja breskir fjármálasérfræðingar í viðtali við Telegraph eftir nýjustu stýrivaxtalækkun seðlabankans þar í landi sem nú hefur lækkað vextina niður í 1,5 prósent sem er það lægsta í sögu bankans. Sérfræðingarnir segja vexti á lánum ekki skipta höfuðmáli núna heldur að peningarnir sem lána skal, séu til, en þar liggur vandinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×