Enski boltinn

Saviola á leið til Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Saviola í leik með Real Madrid.
Javier Saviola í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Argentínumaðurinn Javier Saviola er á leið frá Real Madrid til Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum.

Fullyrt er að Portsmouth sé nálægt því að ganga frá félagaskiptunum og að hann verði kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn gegn Aston Villa í kvöld.

Real Madrid mun lána Saviola til Portsmouth til loka tímabilsins en félagið hefur einnig verið orðað við Brasilíumanninn Emerson hjá AC Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×