Innlent

Suðurlandsvegur verður að mestu 2+2 vegur

Kristján Möller, samgönguráðherra, og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, kynntu í dag tillögur um tvöföldun Suðurlandsvegar. Meginhluti leiðarinnar á milli Reykjavíkur og Selfoss verður 2+2 vegur en kaflinn milli Litlu kaffistofunnar og Kambabrúnar verður 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum. Heildarkostnaður verkefnisins er rúmlega 16 milljarðar króna. Einum milljarði verður ráðstafað á þessu ári en fyrsti hluti verkefnisins verður boðinn út síðar á árinu.

Meðalumferð á dag er misjöfn um hina ýmsu kafla Suðurlandsvegar og ræður hún meðal annars ákvörðun um útfærslu vegarins og hvort vegamót eru mislæg, á hringtorgi eða í plani, að fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.

Umferð næst höfuðborginni er tæplega 13.000 bílar en er komin niður í um 8000 bíla við Lögbergsbrekku. Á kaflanum milli Lögbergsbrekku og Kambabrúnar er meðal dagsumferðin um 6500 bílar og um 7300 milli Hveragerðis og Selfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×