Innlent

Bygging nýs Landspítala hefst 2011

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirlýsingin var undirrituð í dag. Mynd/ GVA.
Yfirlýsingin var undirrituð í dag. Mynd/ GVA.
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala hefjist á síðari hluta árs 2011 og standi fram á árið 2016, samkvæmt viljayfirlýsingu sem fulltrúar lífeyrissjóðanna og fulltrúar ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni fjármagna lífeyrissjóðirnir bygginguna en ríkið leigir hana af lífeyrissjóðunum. Gerð er ráð fyrir að strax á árinu 2010 verði til störf fyrir arkitekta og verkfræðinga við hönnunar- og undirbúningsvinnu en langflestir koma til með að starfa að framgangi verkefnisins á árunum 2013-2015 þegar framkvæmdir standa sem hæst.

Búist er við að heildarkostnaður við nýbygginguna verði um 33 milljarðar króna. Þar við bætist sjö milljarða áætlaðan kostnað við ýmsan búnað spítalans og ellefu milljarða kostnað við endurbyggingu eldra húsnæðis. Ráðgert er að nýbyggingin verði alls 66 þúsund fermetrar í þremur meginhlutum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×