Innlent

Garðyrkjubændur að gefast upp

Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp.

Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur hækkað um 30 prósent á þessu ári. Garðyrkjubændur ætla að mótmæla þessari hækkun fyrir framan ALþingishúsið í dag en mótmælin hefjast klukkan hálf eitt.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands Garðyrkjubænda, segir nauðsynlegt að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda með því að útbúa sérstakan taxta.

„Rafmagnið hefur hækkað um 30 prósent á þessu ári og þetta er stærsti kostnaðarliðurinn. Garðyrkjan getur ekki við slík rekstrarskilyrði í langan tíma," segir Bjarni.

Aðspurður hvort margir bændur séu við það að gefast upp segir Bjarni: „Það eru nokkrir sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins og það má segja að staðan sé slæm."




Tengdar fréttir

Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið

Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×