Enski boltinn

Chelsea þráir að vinna Meistaradeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Nordic Photos/Getty Images

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkenndi í samtali við The Times að það skipti leikmenn Chelsea gríðarlega miklu máli að ná loksins að vinna sigur í Meistaradeildinni.

„Við erum nánast búnir að vinna allt annað en Meistaradeildina þannig að sá titill hangir svolítið yfir okkur," sagði Lampard.

„Ég veit að fólk segir að það séu álög á okkur því með hverju árinu komumst við nær en ekkert gerist. Þá hugsar maður eðlilega hvort þetta muni nokkurn tímann gerast."

Gengi Chelsea hefur verið allt annað síðan Guus Hiddink tók við liðinu. Hann segir að ákveðnir leikmenn verði að stíga upp ætli liðið sér alla leið í keppninni.

„Það eru nokkrir leikmenn sem byrja að spila mjög vel í apríl og maí því þeir vita að þeir verða annars hugsanlega látnir fara frá félaginu. Allt í einu byrja menn að stíga upp. Hjá svona félagi verða menn samt alltaf að vera klárir í baráttuna," sagði Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×