Íslenski boltinn

Tryggvi meiddist við að skora fyrra markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tryggvi fagnar marki síðasta sumar.
Tryggvi fagnar marki síðasta sumar. Mynd/Vilhelm

Gamla brýnið Tryggvi Guðmundsson svo gott sem kláraði KR-ingana í Kórnum í gær með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Það seinna kom beint úr aukaspyrnu en í kjölfar marksins haltraði Tryggvi meiddur af velli.

„Þetta var svolítið skrítið. Þeir lágu á okkur framan af og við vorum í smá basli. Ég kláraði mín tvö færi og það verður að viðurkennast að þau mörk komu gegn gangi leiksins," sagði Tryggvi.

„Ég meiddi mig þegar ég skoraði fyrra markið. Meiddi mig í skotinu. Sem betur fer voru þeir lengi að gera skiptinguna klára. Þegar aukaspyrnan kom bað ég þá svo að bíða aðeins. Þetta smellpassaði," sagði Tryggvi og glotti létt. Hann er ekki alvarlega meiddur.

„Það verður ekki þannig að við rúllum yfir þetta í sumar. Í fyrra voru Valsmenn í nákvæmlega sömu stöðu að vinna öll mót. Þeir áttu svo fyrsta leik í Keflavík og steinlágu þar. Við erum því ekkert að ofmetnast og erum á jörðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×