Vill bókina úr búðum 16. nóvember 2009 19:03 Helga Kress, fyrrverandi prófessor í bókmenntafræði, krefst þess að rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson, og fyrrverandi eiginmaður hennar, láti innkalla upplag nýjustu skáldsögu sinnar, sem komin er í verslanir. Böðvar Guðmundsson, sem sló í gegn með bókum um vesturferðir Íslendinga, fyrir röskum áratug, hefur sent frá sér skáldsöguna Enn er morgun. Í henni er fjallað um þýskan tónlistarmann sem flýr nasista til Íslands skömmu fyrir stríð. Undir lok síðustu viku, eftir viðtal við Böðvar í Kiljunni á RÚV sendi Helga Kress, tölvuskeyti til hans og afrit af því til útgefanda hans, Félags bókaútgefenda og Rithöfundasambandsins - þar sem hún biður hann: „Að draga þessa bók til baka, þ.e. taka hana af markaði. Hún sé augljóslega að uppistöðu og miklu leyti um hana og foreldra hennar, m.a. um mjög svo viðkvæm einkamál sem hún hafi á sínum tíma trúað Böðvari fyrir." Þá segir hún jafnframt að bókin sé niðurlægjandi fyrir minningu foreldra hennar. Helga hefur kennt bókmenntir við Háskóla Íslands í hartnær 30 ár en lét af störfum á þessu ári. Fréttastofa hafði samband við útgefanda bókarinnar - sem ætlar ekki að innkalla upplagið - og telur beiðni Helgu óskiljanlega. Böðvar Guðmundsson, sagði í samtali frá Danmörku að þetta væri misskilningur hjá Helgu og hann vonaði að málið myndi jafna sig. Helga sjálf vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa innti hana eftir því í dag hvort hún hygðist fara lengra með málið. Fréttastofa leitaði til lögmanns í dag - sem sagði engan eiga slíkan einkarétt á lífi sínu að rithöfundur mætti ekki nota efni þess í bók. Böðvar hefur ekkert látið uppi um það hvort persónur hér eigi sér stoð úr lífi Helgu Kress, hvort heldur sem er verður bókin varla stöðvuð úr þessu - enda legið í hillum verslana í þrjár vikur. Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Helga Kress, fyrrverandi prófessor í bókmenntafræði, krefst þess að rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson, og fyrrverandi eiginmaður hennar, láti innkalla upplag nýjustu skáldsögu sinnar, sem komin er í verslanir. Böðvar Guðmundsson, sem sló í gegn með bókum um vesturferðir Íslendinga, fyrir röskum áratug, hefur sent frá sér skáldsöguna Enn er morgun. Í henni er fjallað um þýskan tónlistarmann sem flýr nasista til Íslands skömmu fyrir stríð. Undir lok síðustu viku, eftir viðtal við Böðvar í Kiljunni á RÚV sendi Helga Kress, tölvuskeyti til hans og afrit af því til útgefanda hans, Félags bókaútgefenda og Rithöfundasambandsins - þar sem hún biður hann: „Að draga þessa bók til baka, þ.e. taka hana af markaði. Hún sé augljóslega að uppistöðu og miklu leyti um hana og foreldra hennar, m.a. um mjög svo viðkvæm einkamál sem hún hafi á sínum tíma trúað Böðvari fyrir." Þá segir hún jafnframt að bókin sé niðurlægjandi fyrir minningu foreldra hennar. Helga hefur kennt bókmenntir við Háskóla Íslands í hartnær 30 ár en lét af störfum á þessu ári. Fréttastofa hafði samband við útgefanda bókarinnar - sem ætlar ekki að innkalla upplagið - og telur beiðni Helgu óskiljanlega. Böðvar Guðmundsson, sagði í samtali frá Danmörku að þetta væri misskilningur hjá Helgu og hann vonaði að málið myndi jafna sig. Helga sjálf vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa innti hana eftir því í dag hvort hún hygðist fara lengra með málið. Fréttastofa leitaði til lögmanns í dag - sem sagði engan eiga slíkan einkarétt á lífi sínu að rithöfundur mætti ekki nota efni þess í bók. Böðvar hefur ekkert látið uppi um það hvort persónur hér eigi sér stoð úr lífi Helgu Kress, hvort heldur sem er verður bókin varla stöðvuð úr þessu - enda legið í hillum verslana í þrjár vikur.
Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira