Íslenski boltinn

Heiðar Geir: "Fínt að skora með skalla þegar maður er einn og ekkert"

Heiðar geir hér til vinstri
Heiðar geir hér til vinstri
"Ég var mjög svekktur með að vera ekki í byrjunarliðinu eins og sást á mér í dag. Ég ætlaði að sýna þjálfaranum að það tæki ekki langan tíma fyrir mig að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Ég ætla mér inn í þetta lið í næsta leik," sagði Heiðar Geir Júlíusson leikmaður Fram eftir að hafa skorað aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á í 2:0 sigri á ÍBV í kvöld.

Mark Heiðars var stórglæsilegt en hann skoraði með skalla eftir fyrigjöf frá hægri kantinum frá Daða Guðmundssyni.

"Þetta var bara skalli, sláin inn. Það er mjög gott hjá manni sem er einn og ekkert á hæð," sagði Heiðar meira en lítið hress með frammistöðuna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×