Erlent

Signubakkar verða að strönd

signa Ströndin á Signubökkum var opnuð í gær. Fólk gat því notið sólarinnar á grasbölum eða á gerviströndinni, sem og í útisturtum og sundlaug.
signa Ströndin á Signubökkum var opnuð í gær. Fólk gat því notið sólarinnar á grasbölum eða á gerviströndinni, sem og í útisturtum og sundlaug. fréttablaðið/ap
Bökkum árinnar Signu í París hefur verið breytt í sandströnd, með tilheyrandi pálmatrjám, sólbaðsstólum, hengirúmum og útisturtum. Uppátækið nefnist Strandir Parísar, og er þetta nú gert í áttunda sinn.

Á hverju sumri er stór hluti árbakkans hægra megin, sem venjulega er úr grárri steypu, gerður að stórri strönd. Þangað geta Parísarbúar því farið ef þeir komast ekki úr borginni. Meðal annars er þar að finna sundlaug og lítinn skemmtigarð fyrir börn, sem og vinnusvæði með internettengingu og svæði fyrir tónleikahald á kvöldin. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×