Lífið

Harrelson líklega kærður fyrir líkamsárás

Woody Harrelson.
Woody Harrelson.
Talið er líklegt bandaríski leikarinn Woody Harrelson verði kærður fyrir að hafa ráðist á ljósmyndara og unnið skemmdir á myndatökuvél hans á LaGuardia flugvellinum í New York. Harrelson líkti ljósmyndaranum við zombie eða uppvakning í yfirlýsingu.

Ljósmyndarinn sem starfar á vegum slúðursíðunnar TMZ hefur ekki lagt fram kæru á hendur leikaranum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Harrelson lendir í stimpingum við ljósmyndara TMZ en það sama gerðist 2006. Leikarinn var þó aldrei ákærður fyrir uppákomuna.

Harrelson segir að ljósmyndarinn sem hann hafi talið að væri uppvakningur hafi ónáðað sig og dóttur sína við komuna á flugvöllinn.

Harrelson sem lék í Cheers þáttaröðinni við góðan orðstír á 9. áratug seinustu aldar var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1996 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The People vs Larry Flynt. Nýlegar kvikmyndir með leikaranum eru til að mynda No Country for Old Men og Seven Pounds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.