Innlent

Styrktu krabbameinssjúk börn

Jóhanna Valgeirsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tók við styrknum.fréttablaðið/gva
Jóhanna Valgeirsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tók við styrknum.fréttablaðið/gva

 Nokkrir ungir menn sem standa að baki vefsíðunni 24tindar.com afhentu í gær Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 109.000 krónur sem þeir söfnuðu í sumar.

Fénu söfnuðu mennirnir með áheitum, en þeir gengu Glerárdalshringinn 24x24, sem er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Strákarnir í 24 tindum höfðu ekki gengið á fjöll fyrr en í febrúar á þessu ári. Þeir eru því ánægðir með árangurinn, og ekki síður með að geta látið gott af sér leiða.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×