Enski boltinn

West Brom að fá nýjan framherja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ariza Makukula fagnar marki í leik með Benfica.
Ariza Makukula fagnar marki í leik með Benfica. Nordic Photos / AFP

Líklegt þykir að enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion fái framherjann Ariza Makukula að láni frá Benfica í Portúgal út tímabilið.

Makukala kom til félagsins í gær til þess að gangast undir læknisskoðun og ræða við félagið um kaup og kjör. Lánssamningurinn myndi gilda til loka tímabilsins og á þá West Brom þann möguleika að gera langtímasamning við hann.

Makukala er fæddur í Kongó en er með portúgalskan ríkisborgararétt. Hann lék sinn fyrsta landsleik í október árið 2007 og skoraði þá í leik gegn Kasakstan.

Hann hefur lengst af leikið í tveimur efstu deildunum á Spáni en gekk til liðs við Benfica fyrir ári síðan þar sem honum hefur gengið illa að festa sig í sessi. Hann hefur skorað þrjú mörk í átján leikjum með félaginu.

West Brom er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins skorað sautján mörk í 21 deildarleik á tímabilinu til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×