Enski boltinn

Kranjcar: Trúum því að við getum náð háleitum markmiðum okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Niko Kranjcar fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Niko Kranjcar fagnar öðru marki sínu í kvöld. Mynd/AFP
Niko Kranjcar skoraði tvennu fyrir Tottenham í 3-0 sigri á Manchester City í kvöld. Króatinn snjalli skoraði fyrsta og þriðja mark Spurs í leiknum en þessi lið eru af mörgum talin líklegust til að brjóta sér leið inn í hóp þeirra fjögurra efstu.

„Við vorum betra liðið allar 90 mínúturnar. Við sköpuðum fleiri færi og áttum svo sannarlega skilið að vinna þennan leik," sagði Niko Kranjcar við Sky Sports 2.

„Við höfum verið óheppnir í síðustu þremur leikjum þar sem við höfum verið að spila vel en ekki náð góðum úrslitum," sagði Kranjcar og nefndi sérstaklega útileikina á móti Aston Villa og Everton.

„Við erum með lið fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og við trúum því að við getum náð háleitum markmiðum í vetur. Vonandi náum við þeim," sagði Kranjcar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×