Íslenski boltinn

Umfjöllun: Framsigur í Laugardalnum

Breki Logason skrifar
Hjálmar Þórarinsson skoraði seinna mark Fram í kvöld. Hér er hann í leik gegn Breiðablik
Hjálmar Þórarinsson skoraði seinna mark Fram í kvöld. Hér er hann í leik gegn Breiðablik MYND/ÚR safni

Fram sigraði ÍBV 2-0 í Laugardalnum í kvöld. Það voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson sem skoruðu mörkin fyrir Fram.

Samuel Tillen klúðraði víti í fyrri hálfleik fyrir Fram eftir að brotið var á Ívari Björnssyni inni í teig. Spyrnan var arfa slök og Albert Sævarsson markvörður ÍBV átti í litlum vandræðum með að verja.

ÍBV voru að spila fínan bolta og sóttu á þremur mönnum í byrjun. Andri Ólafsson fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann náði ekki að nýta. Frammarar misstu síðan mann útaf í síðari hálfleik þegar Joseph Tillen fékk rautt spjald eftir að hafa verið alltof seinn í tæklingu.

Við þetta efldust Frammarar og náðu að skora á 76. mínútu en það gerði Heiðar Geir Júlíusson með skalla en hann kom inn á sem varamaður þremur mínútum áður. Hjálmar Þórarinsson innsiglaði síðan sigurinn með marki í uppbótartíma.

Fram - ÍBV 2-0

1-0 Heiðar Geir Júlíusson (76.)

2-0 Hjálmar Þórarinsson (94.)

Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 753

Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)

Skot (á mark): 12-8 7-5

Varin skot: 5 - 4

Horn: 5-2

Aukaspyrnur fengnar: 9-8

Rangstöður: 2-0

Fram (4-5-1):

Hannes Þór Halldórsson 7

Daði Guðmundsson 7

Kristján Hauksson 6

Auðun Helgason 6

Halldór Hermann Jónsson 5

Ingvar Þór Ólason 6

Joseph Edward Tillen 3

Saumel Lee Tillen 5

Ívar Björnsson 6

(86. Viðar Guðjónsson)

Almarr Ormarsson 6

(73. Heiðar Geir Júlíusson -) - maður leiksins

Hjálmar Þórarinsson 7



ÍBV (4-3-3):


Albert Sævarsson 5

Matt Nicholas Paul Garner 6

Andrew Mwesigwa 5

Yngvi Magnús Borgþórsson 5

(83. Christopher Clements -)

Tonny Mawejle 6

Arnór Eyvar Ólafsson 5

Pétur Runólfsson 5

Þórarinn Ingi Valdimarsson 6

Andri Ólafsson 5

(63. Ajay Leitch-Smith 5)

Augustine Nsumba 5

(69. Bjarni Rúnar Einarsson 5)

Viðar Örn Kjartansson 7




Tengdar fréttir

Heiðar Geir: "Fínt að skora með skalla þegar maður er einn og ekkert"

"Ég var mjög svekktur með að vera ekki í byrjunarliðinu eins og sást á mér í dag. Ég ætlaði að sýna þjálfaranum að það tæki ekki langan tíma fyrir mig að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Ég ætla mér inn í þetta lið í næsta leik," sagði Heiðar Geir Júlíusson leikmaður Fram eftir að hafa skorað aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á í 2:0 sigri á ÍBV í kvöld.

Hannes: Vona að Óli Jó hafi verið á vellinum

Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt hreinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn ÍBV í kvöld. Hannes hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið og lét Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þau orð meðal annars falla rétt fyrir mót að hann ætlaði að fylgjast vel með Hannesi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×