Íslenski boltinn

Boltavaktin: Allir leikirnir í beinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Pepsi-deild karla hefst í dag og verður öllum leikjum sumarsins lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins eins og undanfarin ár.

Boltavaktin er þjónusta við lesendur sem vilja fylgjast grannt með gangi mála í Pepsi-deild karla í sumar.

Blaðamenn Vísis og Fréttablaðsins verða á vellinum í sumar og greina frá öllu því helsta sem gerist í leikjunum. Lesendur frá atvika- og textalýsingar frá leikjunum beint í æð.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á fleiri en einn vegu. Á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt, er hægt að fylgjast með því helsta sem á sér stað í leikjunum. Það hentar vel þegar margir leikir eru í gangi í einu. Á Miðstöðinni safnast allar helstu upplýsingarnar um gang leikjanna saman á einum stað, um leið og hlutirnir gerast.

Á Miðstöðinni er hægt að smella á hvern einstakan leik til að fylgjast enn betur með gangi mála og lesa textalýsingu um leikinn. Það má einnig smella beint á leikina hér að neðan.

Á forsíðu íþróttavef Vísis, www.visir.is/sport, má einnig komast á Boltavaktina með því að smella á einstaka leiki í yfirliti Boltavaktarinnar.

Pepsi-deild karla hefst í dag með fimm leikjum.

17.15: KR - Fjölnir

19.15: Fram - ÍBV

19.15: Fylkir - Valur

19.15: Stjarnan - Grindavík

19.15: Breiðablik














Fleiri fréttir

Sjá meira


×