Innlent

Snarpur og stuttur skjálfti

Snarpur og stuttu jarðskjálfti upp á 2,3 á Richter reið yfir Hveragerði upp úr klukkan níu í morgun.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá varð mikill hávaði af skjálftanum en ekkert tjón.

Svæðið í kringum Hveragerði er með þó nokkra jarðskjálftavirkni og ekkert óeðlilegt við skjálftann. Þá er illmögulegt að spá fyrir um hvort skjálftinn sé unfanfari annarra skjálfta samkvæmt veðurstofunni.

Vísir hefur fengið nokkuð af póstum frá íbúum, svo virðist sem þeim hafi brugðið lítillega við skjálftann, þó þeir kalli sennilega ekki allt ömmu sína í því tilliti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×