Erlent

Sjóræningjar færa sig upp á skaftið

Sómalskir sjóræningjar hafa sleppt tankskipinu Stolt Strenght og allri áhöfn skipsins en um borð voru 23 skipverjar. Skipinu var rænt seint á síðasta ári þegar skipið var á leið til Indlands með kemísk efni. Áhöfnin var að mestu skipuð Fillipseyingum en ekki er ljóst hvort skipafélagið hafi greitt lausnargjald fyrir skipið og áhöfnina.

Sjórán eru nú orðin nær daglegt brauð við Aden-flóa við strendur Sómalíu og þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til þess að sporna við þeim virðast þau aðeins færast í aukanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×