Enski boltinn

Nolan sá rautt í jafntefli Newcastle og Everton

NordicPhotos/GettyImages

Newcastle og Everton skildu jöfn 0-0 á St. James´ Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kevin Nolan hjá Newcastle fékk að líta rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Victor Anichebe skömmu áður en flautað var til hálfleiks, en annars var leikurinn frekar daufur.

Phil Jagielka og Jack Rodwell fengu ágæt færi hjá Everton en þrátt fyrir að vera meira með boltann, náði Everton ekki að krækja í þrjú stig.

Besta færi Newcastle átti Peter Lovenkrands en hann skaut framhjá einn á móti markverði.

Everton varð fyrir áfalli strax í byrjun leiks þegar Mikel Arteta þurfti að fara af velli meiddur á hné.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×